Á fyrstu tveimur heilu vikum nýbyrjaðs árs voru verðlögð viðskipti með alls 212 tonn af ýsu í krókaaflamarkskerfinu. Fyrir það greiddu útgerðirnar tæpar 60 milljónir, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar er jafnframt spurt hvort leiguverð sé að gefa eftir.

Á vef LS er vitnað í gögn frá Fiskistofu . Í vikunni 4.1.-10.1. nam tilfærslan 73,5 tonnum og var meðalverðið 308 krónur fyrir hvert kíló. Í nýliðinni viku 11.1.-17.1. voru viðskiptin öllu meiri eða 139 tonn þar sem meðalverðið var 265 krónur.