Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa í morgun verið um borð í flutningaskipinu Fernöndu. Enginn eldur er sjáanlegur og er skipið að kólna, segir í frétt frá Landhelgisgæslunni.

Ákveðið hefur verið að halda áfram hreinsun og kælingu skipsins. Á morgun, miðvikudag, verður  ákvörðun tekin um framhaldið í samráði við hlutaðeigandi aðila, þ.e. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Umhverfisstofnun, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,Hafrannsóknarstofnun, Samgöngustofu, hafnaryfirvöld Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhöfn, lögreglu, eigendur skipsins og tryggingafélag.