HB Grandi mun að óbreyttu taka á móti Engey RE 91 í Tyrklandi 6. janúar næstkomandi. Afhending hefur dregist nokkuð en skipið er það fyrsta af þrem togurum sem félagið er með í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans. Seinni skipin tvö verða afhent síðar á næsta ári, það fyrra næsta vor og það seinna næsta haust.
Siglingin til Íslands tekur um 12 daga og mun Engey koma við í Reykjavík á leið sinni til Akraness. Á Akranesi mun Skaginn hf. setja vinnslubúnað og karaflutningskerfi í skipið. Áætlaður verktími er 9 vikur og ætti Engey því að geta farið á veiðar í lok mars.
Þetta kemur fram á vef HB Granda.