Hafrannsóknastofnun ráðeggur að engar humarveiðar verði stundaðar árin 2024 og 2025. Veiðar á humri hafa verið bannaðar frá árinu 2022 vegna bágs ástand stofnsins. Vísitala humarhola í stofnmælingaleiðangri árið 2023 tvöfaldaðist frá árinu 2021 þegar síðast var farið í leiðangur, en mældist lægsta vísitala frá upphafi humarholutalninga árið 2016. Lengdardreifingar humars í stofnmælingaleiðöngrum hafa hins vegar ekki greint aukningu í nýliðun.

Nokkur óvissa er því um hvort aukning í fjölda humarhola, sé til kominn vegna nýliðunar, en talið er að humarholur séu greinanlegar frá því að dýrin eru um 17 mm á skjaldarlengd, sem samsvarar um þriggja ára humri. Humar veiðist að jafnaði ekki í humarvörpu fyrr en um 4–5 ára og á 25–34 mm á skjaldarlengd. Hins vegar að þegar álag á veiðislóð er lítið þá séu humarholur, sem ekki eru í ábúð, greinanlegri í lengri tíma og getur það valdið skekkju á mati á heildarfjölda humars. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.