Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup HB Granda á útgerðarfélaginu Ögurvík af Útgerðarfélagi Reykjavíkur (áður Brim), aðaleiganda HB Granda.

Í tilkynningunni segir að Samkeppniseftirlitið telji ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kaupa félagsins á Ögurvík og þar með væru allir fyrirvarar vegna kaupanna fallnir niður.

Kaupverðið nemur 12,3 milljörðum króna. Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin með 95,8% greiddra atkvæða á hluthafafundi í byrjun nóvember. Kvika hafði þá verið fengið til að fara yfir forsendur kaupanna.