Samkvæmt dómi Hæstaréttar á síðasta ári ber að endurgreiða veiðigjald vegna landaðs afla í grásleppu þar sem ekki var lagastoð fyrir gjaldinu. Endurgreiðslan nær til reikninga sem gefnir voru út frá október 2012 til október 2015.

Fiskistofa hefur lokið við bakfærslur á þessum gjöldum og eru þau tilbúin til endurgreiðslu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs auk vaxta. Hjá sumum grásleppukörlum er um að ræða hundruð þúsunda króna.

Ef sá sem á rétt á endurgreiðslu, á útistandandi gjöld hjá innheimtumönnum ríkissjóðs verða þau skuldajöfnuð áður en til endurgreiðslu kemur.

Á vef Fiskistofu er birtur nafnalisti yfir þá sem endurgreiðslur hljóta og upphæðir þær sem um ræðir, svo og tilvísun í dóminn.