Báturinn sem kviknaði í um hádegisbil í dag við Vestmannaeyjar er talinn ónýtur, að því er haft er eftir Sveini Valgarðssyni skipstjóra á Lóðsinum VE á mbl.is. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í Frá VE.

Á vefnum aflafréttir.is eru birtar myndir af bátnum í ljósum lögum sem Tryggvi Sigurðsson skipverji á Frá VE tók. Sjá HÉR .