Rækjueldisfyrirtæki í Singapore og norsk fyrirtæki hafa gert með sér samstarfssamning um eldi á Atlantshafsþorski í Kína. Eldið mun fara fram í eldisstöð á Hainan-eyju. Þetta er í fyrsta skipti sem reynt er að ala Atlantshafsþorsk í Kína. Eldið mun fara fram í innandyra. Auk þorsk verða lax og sæbjúgu alin í stöðinni.
Fyrirtækið í Singapore, Lim Shrimp Organization, mun í upphafi sjá um fjármögnun verkefnisins en norsk fyrirtæki og stofnanir leggja til tækniþekkinguna. Meðal norsku aðilanna eru Borge Soraas, Aqua Omtima, SINTEF og NOFIMA.
Frá þessu er skýrt á vefnum Undercurrentnews.com