Truflun á flugsamgöngum í Evrópu í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á sushi-iðnaðinn í Japan. Hinn víðþekkti norski lax komst ekki á leiðarenda þangað en Japanir gátu bjargað sér fyrir horn með því að kaupa nýjan eldislax frá Nýja-Sjálandi.

Um 90% af öllum laxi sem Japanir nota í sushi-rétti koma frá Noregi og megnið er flutt í flugi spriklandi ferskt. Askan frá Íslandi truflaði flug frá Noregi sem leiddi til þess að birgðir af nýjum laxi voru nánast á þrotum í Japan.

Einn af stærtu innflytjendum á laxi í Japan, Saihoku Fisheries Corp, sem kaupir um 2 þúsund tonn af  norskum laxi á ári hefur orðið fyrir 324 þúsund dollara tekjutapi (rúmar 40 milljónir íslenskar) á nokkrum dögum sem er um þriðjungur af mánaðarveltunni.

Japanir vilja að sjálfsögð halda sig við norska laxinn og segja að það sé hráefni sem sé neytendum helst að skapi en ef Ísland heldur áfram að spúa ösku yfir Evrópu þá neyðast þeir til þess að kaupa laxinn frá Nýja-Sjálandi.

Heimild: TOKYO (AFP)