Fjöldi uppsjávarskipa var langt sunnan Færeyja við kolmunnaveiðar en veiði var dræm hjá flestum. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK, segir rólegt yfir þessu og líklegt að kolmunninn sé að enn á suðurleið til hrygningar. Skipin þurfi að vera vel útbúin veiðarfærum til að eiga við hann þar sem hann er hvað þéttastur rétt utan írsku línunnar. Á sama tíma berast fregnir af góðri veiði norskra skipa á þessu svæði.

Fjöldi Íslendinga á svæðinu

Víkingur AK kom á miðin á fimmtudag í síðustu viku á svipuðum tíma og fleiri íslensk uppsjávarskip en á svæðinu eru núna meðal annars Hákon ÞH, Beitir NK, Venus NS, Jón Kjartansson SU, Aðalsteinn Jónsson SU, Gullberg VE, Hoffell SU, Börkur NK, Huginn VE og Barði NK. Flest voru þau í einum hnapp á alþjóðlegu hafsvæði um það bil mitt á milli færeysku og írsku lögsögunnar.

Ekki nægilega vel græjaðir

„Við erum suður í rassgoti, eins og sagt er. Það er eiginlega það eina sem nóg af hérna eru skip en veiðin er hálf döpur. Þeir sem eru með stærstu trollin og öflugustu vélarnar fá meira. Það var aðallega farið í þetta því menn höfðu fátt annað að gera og kolmunninn á að vera kominn suður til hrygningar. Við sjáum að hann er þéttur þarna suður frá fyrir utan írsku línuna. En við erum bara ekki nægilega vel græjaðir í það að fara þangað. Það þarf afar sterk veiðarfæri í þetta og það hefur ekki alltaf verið góð afkoma af þeim veiðum þarna suður frá,“ segir Róbert.

Hann segir að heilt yfir séu uppsjávarskipin ekki með réttu veiðarfærin í þær veiðar. Til þess þarf verulega sterk troll og poka.

Róbert Hafliðason skipstjóri.
Róbert Hafliðason skipstjóri.

„Norðmennirnir eru mjög vel útbúnir í þetta þarna suður frá. Þeir víla það ekkert fyrir sér að taka 700-900 tonn í holi. Það gildir að vera snöggur þarna í veiðiglugganum.“ Á sama tíma berast fregnir af góðri kolmunnaveiði Norðmanna jafnt í evrópskri efnahagslögsögu og á alþjóðlega hafsvæðinu. Kvannøy var til að mynda á heimleið til Karmøy í Suðvestur-Noregi með 2.250 tonn og samkvæmt Norges Sildelaget, kaupendum uppsjávarfisks í Noregi, hafði samtökunum borist 34.000 tonn af kolmunna í síðustu viku.

Vetrarfrí framundan?

Róbert á von á því að það komi dagar sem menn fái 200-300 tonn yfir daginn en svo komi aðrir dagar sem afraksturinn er 50 eða 100 tonn. Það sé ekki góð afkoma af því. Þegar rætt var við Róbert í byrjun vikunnar voru komin um 550 tonn í skipið. Íslendingarnir hafi verið að fá að hámarki 300 tonn í holi á þessum slóðum. „Ég óttast að framundan hjá okkur sé einhvers konar vetrarfrí. Það er engin óskastaða en svona er þetta nú. En ég hef svo sem séð alls kyns útgáfur af loðnuvertíðum. Maður gerir sér alltaf vonir um loðnuvertíð en það sem ég hef heyrt er að það virðist ekkert af loðnu hafa farið austur eftir,“ segir Róbert.

Frá því talað var við Róbert hafa borist fegnir af hugsanlegri loðnugöngu suðaustur af landinu en Hafrannsóknastofnun hefur þó ekki staðfest að um loðnu sé að ræða eða síld.

Fjöldi uppsjávarskipa var langt sunnan Færeyja við kolmunnaveiðar en veiði var dræm hjá flestum. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK, segir rólegt yfir þessu og líklegt að kolmunninn sé að enn á suðurleið til hrygningar. Skipin þurfi að vera vel útbúin veiðarfærum til að eiga við hann þar sem hann er hvað þéttastur rétt utan írsku línunnar. Á sama tíma berast fregnir af góðri veiði norskra skipa á þessu svæði.

Fjöldi Íslendinga á svæðinu

Víkingur AK kom á miðin á fimmtudag í síðustu viku á svipuðum tíma og fleiri íslensk uppsjávarskip en á svæðinu eru núna meðal annars Hákon ÞH, Beitir NK, Venus NS, Jón Kjartansson SU, Aðalsteinn Jónsson SU, Gullberg VE, Hoffell SU, Börkur NK, Huginn VE og Barði NK. Flest voru þau í einum hnapp á alþjóðlegu hafsvæði um það bil mitt á milli færeysku og írsku lögsögunnar.

Ekki nægilega vel græjaðir

„Við erum suður í rassgoti, eins og sagt er. Það er eiginlega það eina sem nóg af hérna eru skip en veiðin er hálf döpur. Þeir sem eru með stærstu trollin og öflugustu vélarnar fá meira. Það var aðallega farið í þetta því menn höfðu fátt annað að gera og kolmunninn á að vera kominn suður til hrygningar. Við sjáum að hann er þéttur þarna suður frá fyrir utan írsku línuna. En við erum bara ekki nægilega vel græjaðir í það að fara þangað. Það þarf afar sterk veiðarfæri í þetta og það hefur ekki alltaf verið góð afkoma af þeim veiðum þarna suður frá,“ segir Róbert.

Hann segir að heilt yfir séu uppsjávarskipin ekki með réttu veiðarfærin í þær veiðar. Til þess þarf verulega sterk troll og poka.

Róbert Hafliðason skipstjóri.
Róbert Hafliðason skipstjóri.

„Norðmennirnir eru mjög vel útbúnir í þetta þarna suður frá. Þeir víla það ekkert fyrir sér að taka 700-900 tonn í holi. Það gildir að vera snöggur þarna í veiðiglugganum.“ Á sama tíma berast fregnir af góðri kolmunnaveiði Norðmanna jafnt í evrópskri efnahagslögsögu og á alþjóðlega hafsvæðinu. Kvannøy var til að mynda á heimleið til Karmøy í Suðvestur-Noregi með 2.250 tonn og samkvæmt Norges Sildelaget, kaupendum uppsjávarfisks í Noregi, hafði samtökunum borist 34.000 tonn af kolmunna í síðustu viku.

Vetrarfrí framundan?

Róbert á von á því að það komi dagar sem menn fái 200-300 tonn yfir daginn en svo komi aðrir dagar sem afraksturinn er 50 eða 100 tonn. Það sé ekki góð afkoma af því. Þegar rætt var við Róbert í byrjun vikunnar voru komin um 550 tonn í skipið. Íslendingarnir hafi verið að fá að hámarki 300 tonn í holi á þessum slóðum. „Ég óttast að framundan hjá okkur sé einhvers konar vetrarfrí. Það er engin óskastaða en svona er þetta nú. En ég hef svo sem séð alls kyns útgáfur af loðnuvertíðum. Maður gerir sér alltaf vonir um loðnuvertíð en það sem ég hef heyrt er að það virðist ekkert af loðnu hafa farið austur eftir,“ segir Róbert.

Frá því talað var við Róbert hafa borist fegnir af hugsanlegri loðnugöngu suðaustur af landinu en Hafrannsóknastofnun hefur þó ekki staðfest að um loðnu sé að ræða eða síld.