Norska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að viðskipti milli Noregs og Kína séu nú að fullu komin í eðlilegt horf og að vinna við fríverslunarsamning milli landanna hafi verið tekin upp að nýju.
Sem kunnugt er hljóp snurða á þráðinn í viðskiptum landanna þegar þekktur kínverskur andófsmaður, Liu Xiaobo, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Frá þeim tíma beittu kínversk stjórnvöld sér fyrir viðskiptahömlum sem fólust m.a. í hertu heilbrigðiseftirliti með innfluttu sjávarfangi frá Noregi. Kom þetta einkum niður á sölu á eldislaxi frá Noreg. Einnig hafa Norðmenn nú hafið átak til að selja þorskafurðir inn á kínverskan neytendamarkað.