Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir íslensk stjórnvöld á villigötum í fiskveiðistjórnun. Hann vísar þar til Alþjóða hafréttindasáttmálans frá 1982, þar sem er kveðið á um vernd og nýtingu fiskistofnana, og siðareglna Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um ábyrga fiskveiðistjórnun (e. Code of Conduct for Responsible Fisheries). Í báðum tilvikum víki íslensk stjórnvöld af þeirri leið sem mörkuð hefur verið af þessum alþjóðastofnunum. Vegur þar þyngst að stjórnun fiskveiða á Íslandi í dag byggir ekki á samráði vísinda, atvinnugreinar og stjórnvalda.

Djúpkarfaveiðar bannaðar öllum að óvörum

„Vísindamenn við Hafrannsóknastofnun eru að rannsaka eftir bestu getu ástand fiskistofnanna við Ísland. Það stendur skýrt í Hafréttarsáttmálanum og FAO reglum að fiskveiðistefnu og nýtingarstefnu fyrir hverja fisktegund þurfi að móta í samvinnu vísindamannanna, stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Allan síðasta áratug hefur ekki verið tekið tillit til sjónarmiða atvinnugreinarinnar. Nú er staðan sú að stjórnvöld, stjórnmálamenn og embættismenn vilja ekki samtal við reynda menn úr atvinnulífinu og leita ekki sjónarmiða skipstjóra og útgerðaraðila sem hafa áratugum saman sinnt fiskveiðum. Þessi vandi kristallaðist algjörlega þegar stjórnvöld ákváðu öllum að óvörum að banna alla veiði á djúpkarfa nýverið. Djúpkarfi fæst í blönduðum veiðum með gulllaxi, grálúðu og fleiri tegundum. Ákvörðun af þessu tagi er í algjörri mótsögn við ákvæði Hafréttarsáttmálans og siðareglur FAO þar sem kemur skýrt fram að samfélög eru byggð upp af fólki en ekki eingöngu stjórnvöldum,“ segir Guðmundur.

Djupkarfi.
Djupkarfi.

Hann segir að líkja megi þessari atburðarás við það ef loftslagsvísindamenn fengju óskorað vald til að ráða öllu hvað varðar loftslagsmál í heiminum sem myndi líklega leiða til þess að tafarlaust yrði slökkt á öllum vélum sem brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi áhrifum á atvinnustarfsemi í heiminum.

Ekki mikil virðing fyrir þeim sem starfa í greininni

„Hlutverk Hafrannsóknastofnunar er að leggja fram tillögur en íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fara í einu og öllu að þeim tillögum sem berast frá stofnuninni án þess að bera það undir atvinnugreinina og taka samtal við hana. Þetta leiðir til rangra ákvarðana. Verði áfram unnið að málum með þessum hætti, að hægt verði fyrirvaralaust að banna allar veiðar á ákveðinni fisktegund, kemur að þeim tímapunkti að segja þurfi upp fólki í stórum stíl í sjávarútvegi. Með banni á veiðum á djúpkarfa er ekki hægt að nýta aðrar fisktegundir, eins og gulllax og grálúðu. Þetta finnst mér óábyrgt.

Ómarktækar loðnurannsóknir

Þá er það mat Guðmundar að vísindamenn Hafrannsóknastofnunar séu á villigötum í sínum loðnurannsóknum. Hafrannsóknastofnun lagði til að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 yrði 904 þúsund tonn. „Þegar það var vel liðið á vertíðina fengum við og Hafrannsóknastofnun upphringingar frá skipstjórum úti á sjó og útgerðaraðilum sem sögðu loðnugöngurnar miklu minni en Hafró teldi og töldu þeir réttast að skera kvótann strax niður. Það var ekki hlustað á þá. Tveimur árum síðar er svo algjört veiðibann á loðnu. Ráðgjöfin fór úr tæpri einni milljón tonna í ekkert á tveimur árum. Þetta er ekki boðlegt."

Grunnslóðin opnuð stórum skipum

Auk þess hafi Hafrannsóknastofnun ávallt hafnað því að rannsaka það hvort ákveðin veiðarfæri hafi meiri áhrif en önnur á fiskstofna og hryggningarsvæði. Stofnunin hafi hafnað því að vinna með útgerðinni að rannsóknum á þessu. Vitað sé að sum veiðisvæði henti vel til togveiða en önnur síður. Um áratugaskeið hafi verið samstaða um það hjá útgerðum að farið yrði varlega með togveiðarfæri á grunnslóð. Þar ættu helst einungis að vera smærri togbátar að veiðum.

„Síðasti matvælaráðherra og Alþingi hafa núna opnað alla grunnslóðina og hryggingarsvæði ýmissa fisktegunda fyrir stórum togskipum án nokkurra rannsókna. Fiskurinn verður að eiga griðastað. Einu rökin fyrir þessari opnun er að þessi skip eru með stórar skrúfur. Þetta eru arfavitlausustu rök sem heyrst hafa um fiskveiðar. Við erum komin með svo fullkomin veiðarfæri og tækni að það er ekkert mál að veiða upp alla fiska í sjónum. Þess vegna er það algjört lykilatriði að atvinnugreinin, vísindamennirnir og stjórnvöld vinni saman.“

Stjórnsýsla í molum

Guðmundur segir að sínum huga sé stjórnsýslan í sjávarútvegi í algjörum molum. Fiskistofa hafi verið flutt norður til Akureyrar og hæft starfsfólk látið fara. Hafrannsóknastofnun sameinuð Veiðimálastofnun og margir af reynslumestu fiskifræðingum þjóðarinnar látnir fara. Tölvukerfi Fiskistofu sé hætt að virka og afleiðingin er minnkandi gagnsæi um veiðar fiskiskipa.

Arnar HU við veiðar í Barentshafi 2019. Nú liggja niðri veiðar á rússneska svæðinu. Mynd/Þorgeir
Arnar HU við veiðar í Barentshafi 2019. Nú liggja niðri veiðar á rússneska svæðinu. Mynd/Þorgeir

„Við erum auk þess með allt niðrum okkur í samningum um Barentshafið. Við erum með samning í gildi við Rússa og Norðmenn. Stjórnvöld neita að eiga samskipti við Rússa sem leiðir til þess að íslensk fiskiskip geta ekki nýtt sinn veiðirétt í Barentshafi. Það hleypur á þúsundum tonna af þorski á hverju ári. Það virðist vera eins og stjórnsýslan á Íslandi lifi í allt öðrum heimi en íbúarnir í landinu. Þetta blasir við okkur sem starfa innan sjávarútvegsins,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir íslensk stjórnvöld á villigötum í fiskveiðistjórnun. Hann vísar þar til Alþjóða hafréttindasáttmálans frá 1982, þar sem er kveðið á um vernd og nýtingu fiskistofnana, og siðareglna Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um ábyrga fiskveiðistjórnun (e. Code of Conduct for Responsible Fisheries). Í báðum tilvikum víki íslensk stjórnvöld af þeirri leið sem mörkuð hefur verið af þessum alþjóðastofnunum. Vegur þar þyngst að stjórnun fiskveiða á Íslandi í dag byggir ekki á samráði vísinda, atvinnugreinar og stjórnvalda.

Djúpkarfaveiðar bannaðar öllum að óvörum

„Vísindamenn við Hafrannsóknastofnun eru að rannsaka eftir bestu getu ástand fiskistofnanna við Ísland. Það stendur skýrt í Hafréttarsáttmálanum og FAO reglum að fiskveiðistefnu og nýtingarstefnu fyrir hverja fisktegund þurfi að móta í samvinnu vísindamannanna, stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Allan síðasta áratug hefur ekki verið tekið tillit til sjónarmiða atvinnugreinarinnar. Nú er staðan sú að stjórnvöld, stjórnmálamenn og embættismenn vilja ekki samtal við reynda menn úr atvinnulífinu og leita ekki sjónarmiða skipstjóra og útgerðaraðila sem hafa áratugum saman sinnt fiskveiðum. Þessi vandi kristallaðist algjörlega þegar stjórnvöld ákváðu öllum að óvörum að banna alla veiði á djúpkarfa nýverið. Djúpkarfi fæst í blönduðum veiðum með gulllaxi, grálúðu og fleiri tegundum. Ákvörðun af þessu tagi er í algjörri mótsögn við ákvæði Hafréttarsáttmálans og siðareglur FAO þar sem kemur skýrt fram að samfélög eru byggð upp af fólki en ekki eingöngu stjórnvöldum,“ segir Guðmundur.

Djupkarfi.
Djupkarfi.

Hann segir að líkja megi þessari atburðarás við það ef loftslagsvísindamenn fengju óskorað vald til að ráða öllu hvað varðar loftslagsmál í heiminum sem myndi líklega leiða til þess að tafarlaust yrði slökkt á öllum vélum sem brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi áhrifum á atvinnustarfsemi í heiminum.

Ekki mikil virðing fyrir þeim sem starfa í greininni

„Hlutverk Hafrannsóknastofnunar er að leggja fram tillögur en íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fara í einu og öllu að þeim tillögum sem berast frá stofnuninni án þess að bera það undir atvinnugreinina og taka samtal við hana. Þetta leiðir til rangra ákvarðana. Verði áfram unnið að málum með þessum hætti, að hægt verði fyrirvaralaust að banna allar veiðar á ákveðinni fisktegund, kemur að þeim tímapunkti að segja þurfi upp fólki í stórum stíl í sjávarútvegi. Með banni á veiðum á djúpkarfa er ekki hægt að nýta aðrar fisktegundir, eins og gulllax og grálúðu. Þetta finnst mér óábyrgt.

Ómarktækar loðnurannsóknir

Þá er það mat Guðmundar að vísindamenn Hafrannsóknastofnunar séu á villigötum í sínum loðnurannsóknum. Hafrannsóknastofnun lagði til að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 yrði 904 þúsund tonn. „Þegar það var vel liðið á vertíðina fengum við og Hafrannsóknastofnun upphringingar frá skipstjórum úti á sjó og útgerðaraðilum sem sögðu loðnugöngurnar miklu minni en Hafró teldi og töldu þeir réttast að skera kvótann strax niður. Það var ekki hlustað á þá. Tveimur árum síðar er svo algjört veiðibann á loðnu. Ráðgjöfin fór úr tæpri einni milljón tonna í ekkert á tveimur árum. Þetta er ekki boðlegt."

Grunnslóðin opnuð stórum skipum

Auk þess hafi Hafrannsóknastofnun ávallt hafnað því að rannsaka það hvort ákveðin veiðarfæri hafi meiri áhrif en önnur á fiskstofna og hryggningarsvæði. Stofnunin hafi hafnað því að vinna með útgerðinni að rannsóknum á þessu. Vitað sé að sum veiðisvæði henti vel til togveiða en önnur síður. Um áratugaskeið hafi verið samstaða um það hjá útgerðum að farið yrði varlega með togveiðarfæri á grunnslóð. Þar ættu helst einungis að vera smærri togbátar að veiðum.

„Síðasti matvælaráðherra og Alþingi hafa núna opnað alla grunnslóðina og hryggingarsvæði ýmissa fisktegunda fyrir stórum togskipum án nokkurra rannsókna. Fiskurinn verður að eiga griðastað. Einu rökin fyrir þessari opnun er að þessi skip eru með stórar skrúfur. Þetta eru arfavitlausustu rök sem heyrst hafa um fiskveiðar. Við erum komin með svo fullkomin veiðarfæri og tækni að það er ekkert mál að veiða upp alla fiska í sjónum. Þess vegna er það algjört lykilatriði að atvinnugreinin, vísindamennirnir og stjórnvöld vinni saman.“

Stjórnsýsla í molum

Guðmundur segir að sínum huga sé stjórnsýslan í sjávarútvegi í algjörum molum. Fiskistofa hafi verið flutt norður til Akureyrar og hæft starfsfólk látið fara. Hafrannsóknastofnun sameinuð Veiðimálastofnun og margir af reynslumestu fiskifræðingum þjóðarinnar látnir fara. Tölvukerfi Fiskistofu sé hætt að virka og afleiðingin er minnkandi gagnsæi um veiðar fiskiskipa.

Arnar HU við veiðar í Barentshafi 2019. Nú liggja niðri veiðar á rússneska svæðinu. Mynd/Þorgeir
Arnar HU við veiðar í Barentshafi 2019. Nú liggja niðri veiðar á rússneska svæðinu. Mynd/Þorgeir

„Við erum auk þess með allt niðrum okkur í samningum um Barentshafið. Við erum með samning í gildi við Rússa og Norðmenn. Stjórnvöld neita að eiga samskipti við Rússa sem leiðir til þess að íslensk fiskiskip geta ekki nýtt sinn veiðirétt í Barentshafi. Það hleypur á þúsundum tonna af þorski á hverju ári. Það virðist vera eins og stjórnsýslan á Íslandi lifi í allt öðrum heimi en íbúarnir í landinu. Þetta blasir við okkur sem starfa innan sjávarútvegsins,“ segir Guðmundur.