„Við höfum verið að vinna með það fyrir augum að fullnýta hrognkelsi,“ segir Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri sjávarlíftæknifyrirtækisins Biopol á Skagaströnd, sem fékk á dögunum 18,9 milljóna króna úthlutun úr Matvælasjóði vegna verkefnis sem tengist grásleppu.

„Það má segja að þetta sé framhaldsverkefni,“ segir Halldór og vísar þá í að Biopol ásamt samstarfsaðilum hefur áður fengið 4,5 milljóna króna framlag til að kanna nýtingu á grásleppunni úr svonefndum Lóusjóði sem styrkir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.

„Við höfum  verið að gera tilraunir með að flaka grásleppuna og heit- og kaldreykja fiskinn. Síðan höfum við þurrkað hveljuna og prufað það til gæludýrafóðurs sem snakk. Í þessu verkefni ætlum við  einnig að leika okkur með niðursuðu á fiski og lifur úr grásleppu,“ segir Halldór.

Leita samstarfs um flökunarvél

Að sögn Halldórs hefur tekist nokkuð vel til með þetta verkefni. „Við höfum aðeins spreytt okkur á þessu í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækið Bjargið ehf. á Bakkafirði og Bakkasystur. Það hefur gefið nokkuð góða raun og afurðirnar voru boðnar fólki á sjómannadaginn á Bakkafirði,“ segir hann.

Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol. Mynd/Aðsend
Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol. Mynd/Aðsend

Nú kemur stórfyrirtækið Brim inn í myndina. „Við munum reyna að nýta þeirra markaðssambönd til þess að koma þessum vörum á framfæri erlendis,“ segir Halldór. Verkefnið muni þó ekki fara af stað fyrr en í október.

„Grásleppan er prýðisgóður matur. Helsta vandamálið er að það eru ekki til neinar vélar til þess að flaka hana. Inni í þessu nýja verkefni höfum við áhuga á að semja við einhvern vélaframleiðanda um að útbúa eins konar tæknilýsingu á flökunarvél,“ segir Halldór.

Gæta þarf að orðsporinu

Árlegur meðalafli grásleppu er um fimm þúsund tonn upp úr sjó að sögn Halldórs. „Það er ekki boðlegt að henda þúsundum tonna af fiski í sjóinn og hirða bara úr honum hrognin,“ segir hann og bendir á að slíkt yrði ekki gott til afspurnar á hrognamarkaðnum.

„Lengst af var þetta þannig en 2009-2011 var farið að vinna með markaðssetningu á frosinni grásleppu og það endaði með að hún var seld heilfrosin til Kína. Þegar Covid skall á lokaðist þessi markaður má segja. Það var sérstaklega bagalegt og þá þurfti að fara að henda þessu aftur í sjóinn,“ útskýrir Halldór. Kínamarkaður hafi þó eitthvað komið til baka.

Verðmætið hálfur milljarður á þriðja ári

Í styrkumsókn grásleppuverkefnisins til Matvælasjóðs er farið yfir margvíslegar hliðar málsins. Það er unnið í samstarfi Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd, Bjargsins ehf., Brims ehf., Vignis G. Jónssonar ehf. og Háskólans á Akureyri.

Grásleppurflök hjá Bjargi í Bakkafirði. Mynd/Biopol/Bjarg
Grásleppurflök hjá Bjargi í Bakkafirði. Mynd/Biopol/Bjarg

„Umsækjendur gera ráð fyrir að markaðssetning afurða fari á fyrsta ári frekar hægt af stað og verði nánast í formi sýnishorna sem komið verður inn á mismunandi markaði,“ segir í umsókninni.

Fyrsta árið sé gengið út frá sölu á 52 tonnum af afurðum af nokkuð fjölbreyttum toga og að veltan nái 99,8 milljónum króna.

Á öðru árinu er síðan áætlað að magnið aukist í 150 tonn og söluverðmætið nái 258,5 milljónum króna. Gert er ráð að magnið verði 330 tonn á þriðja árinu og verðmætið verði 540 milljónir

Framtíðin í húfi vegna orðsporsins

Í umsókninni segir að samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hafi rúmlega 5.900 tonnum af grásleppuafla verið hent af þeim 7.600 tonnum sem veidd voru árið 2021 eftir að búið var að fjarlægja úr henni hrognin.

„Þetta ástand getur íslensk þjóð ekki unað við til lengdar á tímum þar sem sjálfbærni og fullnýting er það sem íslenskur sjávarútvegur vill láta kenna sig við. Umsækjendur telja að framtíð grásleppuiðnaðar sé í húfi þar sem neytendur á grásleppukavíar muni ekki til lengdar sætta sig við slíka sóun á verðmætum próteinum og fitu sem sannarlega er til staðar í holdi grásleppunnar,“ segir í umsókninni til Matvælasjóðs .

„Við höfum verið að vinna með það fyrir augum að fullnýta hrognkelsi,“ segir Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri sjávarlíftæknifyrirtækisins Biopol á Skagaströnd, sem fékk á dögunum 18,9 milljóna króna úthlutun úr Matvælasjóði vegna verkefnis sem tengist grásleppu.

„Það má segja að þetta sé framhaldsverkefni,“ segir Halldór og vísar þá í að Biopol ásamt samstarfsaðilum hefur áður fengið 4,5 milljóna króna framlag til að kanna nýtingu á grásleppunni úr svonefndum Lóusjóði sem styrkir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.

„Við höfum  verið að gera tilraunir með að flaka grásleppuna og heit- og kaldreykja fiskinn. Síðan höfum við þurrkað hveljuna og prufað það til gæludýrafóðurs sem snakk. Í þessu verkefni ætlum við  einnig að leika okkur með niðursuðu á fiski og lifur úr grásleppu,“ segir Halldór.

Leita samstarfs um flökunarvél

Að sögn Halldórs hefur tekist nokkuð vel til með þetta verkefni. „Við höfum aðeins spreytt okkur á þessu í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækið Bjargið ehf. á Bakkafirði og Bakkasystur. Það hefur gefið nokkuð góða raun og afurðirnar voru boðnar fólki á sjómannadaginn á Bakkafirði,“ segir hann.

Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol. Mynd/Aðsend
Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol. Mynd/Aðsend

Nú kemur stórfyrirtækið Brim inn í myndina. „Við munum reyna að nýta þeirra markaðssambönd til þess að koma þessum vörum á framfæri erlendis,“ segir Halldór. Verkefnið muni þó ekki fara af stað fyrr en í október.

„Grásleppan er prýðisgóður matur. Helsta vandamálið er að það eru ekki til neinar vélar til þess að flaka hana. Inni í þessu nýja verkefni höfum við áhuga á að semja við einhvern vélaframleiðanda um að útbúa eins konar tæknilýsingu á flökunarvél,“ segir Halldór.

Gæta þarf að orðsporinu

Árlegur meðalafli grásleppu er um fimm þúsund tonn upp úr sjó að sögn Halldórs. „Það er ekki boðlegt að henda þúsundum tonna af fiski í sjóinn og hirða bara úr honum hrognin,“ segir hann og bendir á að slíkt yrði ekki gott til afspurnar á hrognamarkaðnum.

„Lengst af var þetta þannig en 2009-2011 var farið að vinna með markaðssetningu á frosinni grásleppu og það endaði með að hún var seld heilfrosin til Kína. Þegar Covid skall á lokaðist þessi markaður má segja. Það var sérstaklega bagalegt og þá þurfti að fara að henda þessu aftur í sjóinn,“ útskýrir Halldór. Kínamarkaður hafi þó eitthvað komið til baka.

Verðmætið hálfur milljarður á þriðja ári

Í styrkumsókn grásleppuverkefnisins til Matvælasjóðs er farið yfir margvíslegar hliðar málsins. Það er unnið í samstarfi Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd, Bjargsins ehf., Brims ehf., Vignis G. Jónssonar ehf. og Háskólans á Akureyri.

Grásleppurflök hjá Bjargi í Bakkafirði. Mynd/Biopol/Bjarg
Grásleppurflök hjá Bjargi í Bakkafirði. Mynd/Biopol/Bjarg

„Umsækjendur gera ráð fyrir að markaðssetning afurða fari á fyrsta ári frekar hægt af stað og verði nánast í formi sýnishorna sem komið verður inn á mismunandi markaði,“ segir í umsókninni.

Fyrsta árið sé gengið út frá sölu á 52 tonnum af afurðum af nokkuð fjölbreyttum toga og að veltan nái 99,8 milljónum króna.

Á öðru árinu er síðan áætlað að magnið aukist í 150 tonn og söluverðmætið nái 258,5 milljónum króna. Gert er ráð að magnið verði 330 tonn á þriðja árinu og verðmætið verði 540 milljónir

Framtíðin í húfi vegna orðsporsins

Í umsókninni segir að samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hafi rúmlega 5.900 tonnum af grásleppuafla verið hent af þeim 7.600 tonnum sem veidd voru árið 2021 eftir að búið var að fjarlægja úr henni hrognin.

„Þetta ástand getur íslensk þjóð ekki unað við til lengdar á tímum þar sem sjálfbærni og fullnýting er það sem íslenskur sjávarútvegur vill láta kenna sig við. Umsækjendur telja að framtíð grásleppuiðnaðar sé í húfi þar sem neytendur á grásleppukavíar muni ekki til lengdar sætta sig við slíka sóun á verðmætum próteinum og fitu sem sannarlega er til staðar í holdi grásleppunnar,“ segir í umsókninni til Matvælasjóðs .