Athyglisverðar tilraunir hafa farið fram í Porsangerfirði í Norður-Noregi til að veiða rækjur í gildrur með það að markmiði að koma þeim lifandi eða ofurferskum á markað. Fullyrt er að fyrir eitt stykki af slíkri rækju sé sushi markaðurinn tilbúinn að borga allt að 10 norskum krónum eða jafnvirði 123 íslenskra króna.

Í grein í Fiskeribladet í Noregi segir að þetta tilraunaverkefni hafi mætt vantrú í upphafi en nú sé komið í ljós að þetta sé framkvæmanlegt. Tveir bátar stunduðu gildruveiðar á rækju árið 2016 og 2017 og lönduðu alls 634 kílóum af lifandi rækju. Hvor bátur var með hundrað gildrur sem vitjað var um annað hvern dag. Komið hefur í ljós að 93% rækjunnar lifir við 1,5 gráðu undirkælingu. Veiðar og flutningur á lifandi rækjum er velþekkt í heiminum þegar aðrar rækjutegundir eiga í hlut en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt virðist ætla að takast í Noregi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.