Margir Japanir hafa mikið dálæti á fiski sem þeir kalla fugu en nefnist kúlufiskur á íslensku. Í Japan er litið á kúlufisk sem lostæti en gallinn er sá að fiskurinn er banneitraður og veldur kvalarfullum dauða sé hann ekki matreiddur á hárréttan hátt.
Sala á fugu á veitingarhúsum er háð stöngum leyfum en yfirvöld í Japan hafa í hyggju að losa um höftin og leyfa sölu á kúlufiski á matsölustöðum þar sem kokkar hafa öðlast þjálfun í matreiðslu hans.
Veitingahús sem bjóða fugu ala fiskinn yfirleitt sjálf í keri og geta viðskiptavinir í sumum tilfellum valið sér fiskinn sem þeir vilja borða sjálfir. Máltíð með kúlufiski er dýr enda þarf að fara að öllu með gát við matreiðslu hans.
Byrjað er á því að slægja fiskinn og fjarlægja augu og heila en af innyflunum eru æxlunarfærin og lifrin eitruðust. Því næst er fiskurinn roðflettur.
Samkvæm opinberum tölum í Japan hafa tuttugu og þrír látist vegna fugu -eitrunar frá árinu 2000. Flestir leikmenn sem hafa reynt að matreiða fiskinn heima í eldhúsi. Eitrunin lýsir sér í fyrstu sem doði í kringum munninn en leiðir síðan til dauða vegna köfnunar í kjölfar lömunar í öndunarfærum.