Eitraðasti fiskur sem vitað er um heitir Stone fish (Steinfiskur) Eitrið geymir kvikindið í bakugganum og það getur verið banvænt að stíga á hann. Eins og myndin ber með sér er steinfiskurinn ekki par fríður, en hann hefur einnig ótrúlega hæfileika til að bregða yfir sig felulitum. Fiskurinn lifir á kóralrifum við Ástralíu.

Þetta kemur fram í skemmtilegri samantekt á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar er einnig þennan fróðleik að finna:

Því fleiri sardínum sem framleiðendum tekst að troða í dósirnar, því meiri er gróðinn. Ástæðan er sú að sardínuolían er miklu dýrari en sardínurnar sjálfar.

Margir smávaxnir ferskvatnsfiskar, eins og t.d. vatnakarfar, eru með tennur í maganum til að auðvelda meltingarferlið.

Allar styrjur sem veiðast í bresku yfirráðasvæði eru eign Englandsdrottningar.

Stærsti fiskur heims er hvalháfurinn.  Hann getur orðið allt að 20 tonn á þyngd og 12 metra langur.

Atlantshafslaxinn getur stokkið allt að 4,6 metra í loft upp.

Urriðar sem merktir hafa verið í ám á Bretlandi og álitnir „staðbundnir“ hafa veiðst árum síðar í net í hafi og hefðu merkin ekki verið fyrir hendi hefði hvaða fiskifræðingur sem er staðfest að um sjóbirting væri að ræða.

Vefur LS, HÉR .