Það kennir margra grasa í sjómannadagsblaði Fiskifrétta nú sem endra nær. Meðal efnis:
Sveitastrákur á framandi miðum – Geir Stefánsson stýrimaður segir frá ævintýralegum sjómannsferli, m.a. veru sinni á skipum frá Kamtsjatka í A-Rússlandi og tannfiskveiðiskipi frá S-Afríku.
Átökin á Svalbarðasvæðinu – Hallgrímur Hallgrímsson var skipstjóri á Stakfelli ÞH þegar deilurnar um veiðirétt Íslands í Barentshafi stóðu sem hæst.
Kokkurinn við kabyssuna – gamansögur af kokkum til sjós.
Hóf útgerð átta ára gamall – Matthías Jakobsson fyrrum skipstjóri á Dalvík segir frá.
Margfaldur í roðinu – fiskroð hefur verið nýtt á ýmsan hátt bæði fyrr og nú.
Sá ýsu fyrst þegar ég fluttist til Sandgerðis – rætt við Halldór Ármannsson formann Landssambands smábátaeigenda um sjómannsferilinn og baráttumál LS.
Sjómennskan var heillaspor – Friðrik Ásmundsson fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum í viðtali.
Skarfakál gegn skyrbjúgi – nýting strandgróðurs í aldanna rás.
Verðtíðarnar 2014 og 1964. Samantekt um aflahæstu vertíðarbáta með hálfrar aldar millibili.