Fiskifréttir óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn sem nú fer í hönd. Sjómannadagsblað Fiskifrétta er komið út, stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr, alls 88 blaðsíður. Í því eru viðtöl og greinar um sjómennsku fyrr og nú.
Meðal efnis er:
Á SJÓ MEÐ BINNA Í GRÖF – Friðrik Benónýsson rifjar upp minningarbrot frá liðinni tíð, ekki síst af föður sínum, hinum landsþekkta aflamanni.
PÚKINN FÉKK TÚKALL Á TÍMANN – Magnús Arinbjarnarson skipstjóri segir frá sjómennsku ferli sínum við strendur Íslands og Afríku.
SAGAN Á BAK VIÐ MOBY DICK – skáldsagan fræga byggir á sönnum atburðum sem voru ein mesta hryllingsför í langri sögu hvalveiða.
RÓMANTÍKIN HVARF MEÐ KVÓTAKERFINU – Magnús Þorvaldsson, einn af reyndustu nótaskipstjórum íslenska flotans, segir frá.
NYTJASTOFNINN SEM GUFAÐI UPP – Jakob Jakobsson fiskifræðingur greinir frá íslensku vorgotssíldinni, eina nytjastofninum á Íslandsmiðum sem þurrkast hefur út.
TÍU ÞÚSUND TONNA LAXELDI – Rætt við Arnór Björnsson um stórhuga laxeldisáform á Vestfjörðum og rekstur stórs laxafyrirtækis í Bandaríkjunum.
GAMLA ÍSLAND KLAPPAÐ UPP – Guðmundur Wium fyrrum stýrimaður og síðar trillukarl á Húsavík ræðir um sjómennsku sína og ástandið í þjóðfélaginu.
ÍSLENSK ÞURRKTÆKNI Í TANSANÍU – Sigurjón Arason og Margeir Gissurarson hjá Matís segja frá nýstárlegu þróunarverkefni í Afríku.
VETRARVERTÍÐAR 2012 OG 1962 – fjallað um aflabrögð tveggja vertíða með 50 ára millibili.
Auk þess fréttir, fastir liðir og fleira.