Jólablað Fiskifrétta er komið út, stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr. Víða er leitað fanga, bæði hérlendis og erlendis.
Meðal efnis í blaðinu:
- Íslendingur á ljósátuveiðum við Suðurheimskautslandið
- Eyþór Björnsson nýskipaður fiskistofustjóri segir frá afdrifaríkum sjómannsferli sínum.
- Súluveiðar í Súlnaskeri
- Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri á makrílveiðum við Marokkó
- Sjóskrímsli við Ísland – kynjaverur í hverjum firði.
- Í veiðitúr með Helga Hilmarssyni skipstjóra á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK
- Sjávarútvegur í Bangladess – Eiríkur H. Sigurgeirsson segir frá reynslu sinni.
- ,,Bankastjórinn vildi að eiginmaðurinn sækti tékkheftið". Rætt við Kristínu Vigfúsdóttur sem stýrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Valafelli í Ólafsvík.
- Hundar faraós – þjóðsögur um steinbítinn.