Síldarvinnslan á, sem kunnugt er, þriðjung í grænlensku útgerðarfyrirtæki sem hingað til hefur borið heitið East Greenland Codfish A/S. Nú hefur nafni þessa grænlenska félags verið breytt í Polar Pelagic A/S.

Grænlenska félagið á og gerir út uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq. Skipið var keypt fyrr á þessu ári og leysti þá af hólmi uppsjávarskipið Erika sem stundað hafði veiðar hér við land á vegum félagsins.