Veiði á humri er mun lélegri nú en á sama tíma í fyrra. Skipstjórinn á humarbátnum Friðriki Sigurðssyni ÁR frá Þorlákshöfn segir í nýjustu Fiskifréttum að aflinn hafi verið mest 200 kíló í hali en líka farið niður í 15 kíló.

,,Túrarnir hjá okkur standa í tvo til fjóra sólarhringa og við höfum mest landað tæpum tveimur tonnum en yfirleitt er túrinn að skila í kringum einu tonni sem er varla nóg til þess að þetta borgi sig," segir Jón Árni Jónsson skipstjóri á bátnum.

Hrafnkelli Eiríksson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir humarafla undanfarinna ára hafa verið óvenjugóðan og spáir lakari aflabrögðum í ár. Hann segir alþekkt að humar veiðist illa yfir hásumarið.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.