Víkingaskipið Dreki Haralds hárfagra er lagst að bryggju í Reykjavík og var meðfylgjandi mynd tekin af skipinu í dag.
Skipið er 35 metra langt og er stærsta víkingaskip sem byggt hefur verið í seinni tíð. Það var smíðað í Noregi árið 2012. Skipið kemur við á Íslandi og á Grænlandi á leið sinn til Bandaríkjanna.