Hafrannsóknastofnun hefur opnað nýja vefsíðu þar sem sjá má dreifingu veiða eftir helstu veiðarfærum árið 2018.
Stofnunin hefur í fjölda ára notað gögn frá fiskiskipum til að meta útbreiðslu veiða og afla á sóknareiningu. Með tilkomu rafrænna afladagbóka og VMS/AIS-merkja er hægt að kortleggja veiðiálag eftir svæðum mun nákvæmar en áður var hægt, og upplýsinga r birtar á sérstöku vefsvæði.
Gert er ráð fyrir að vefsíðan muni þróast áfram og hægt verði að skoða dreifingu veiða eftir tegundum, mánuðum og flokkum skipa.
Kortið er byggt á samþættingu gagna úr afladagbókum skipstjóra og upplýsingum um staðsetningu fiskiskipa samkvæmt Vaktstöð siglinga fyrir árið 2018. Fyrir hvert veiðarfæri sýnir kortið vísitölu á sókn hvers veiðarfæris, ljósir litir þýða litla sókn en eftir því sem litir verða dekkri þeim mun meiri sókn á hverju svæði. Upplausn gagnanna er u.þ.b. 150 metrar.