Beitir NK kom til Neskaupstaðar aðfaranótt laugardags með 1.100 tonn af kolmunna sem skipið aflaði á miðunum suðvestur af Rockall. Ljóst er að mjög hefur dregið úr veiðinni á þessum slóðum að undanförnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Tómas Kárason skipstjóra og spurði hann fyrst í hve mörgum holum aflinn hefði fengist.

„Við fengum þessi 1.100 tonn í fjórum holum. Fyrstu tvö holin voru ágæt en hin síðari mjög léleg. Það kemur ekki á óvart að sé að draga úr veiðinni þarna á þessum tíma og má segja að það sé í samræmi við reynslu fyrri ára. Þegar við komum á miðin var Hoffellið að klára túr en ég held að engin íslensk skip séu að veiðum þarna núna. Hinsvegar voru þarna þrjú rússnesk skip og ein fjögur færeysk þegar við lögðum af stað heim á leið. Síðan eru Norðmenn að veiðum innan ESB- lögsögunnar og sennilega írsk skip einnig. Við fengum virkilegt leiðindaveður á heimleiðinni rétt áður en komið var í íslenska lögsögu. Þarna var 40 metra vindur og 14 metra ölduhæð. Það gekk mikið á meðan þetta stóð yfir. Næst á dagskrá hjá okkur er páskafrí og síðan gerum við ráð fyrir að halda til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu í byrjun apríl. Menn eru bjartsýnir á veiðina í færeysku og það var svo sannarlega fín viðbót að taka kolmunnatúra niður á Rockall,” segir Tómas.

Beitir NK kom til Neskaupstaðar aðfaranótt laugardags með 1.100 tonn af kolmunna sem skipið aflaði á miðunum suðvestur af Rockall. Ljóst er að mjög hefur dregið úr veiðinni á þessum slóðum að undanförnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Tómas Kárason skipstjóra og spurði hann fyrst í hve mörgum holum aflinn hefði fengist.

„Við fengum þessi 1.100 tonn í fjórum holum. Fyrstu tvö holin voru ágæt en hin síðari mjög léleg. Það kemur ekki á óvart að sé að draga úr veiðinni þarna á þessum tíma og má segja að það sé í samræmi við reynslu fyrri ára. Þegar við komum á miðin var Hoffellið að klára túr en ég held að engin íslensk skip séu að veiðum þarna núna. Hinsvegar voru þarna þrjú rússnesk skip og ein fjögur færeysk þegar við lögðum af stað heim á leið. Síðan eru Norðmenn að veiðum innan ESB- lögsögunnar og sennilega írsk skip einnig. Við fengum virkilegt leiðindaveður á heimleiðinni rétt áður en komið var í íslenska lögsögu. Þarna var 40 metra vindur og 14 metra ölduhæð. Það gekk mikið á meðan þetta stóð yfir. Næst á dagskrá hjá okkur er páskafrí og síðan gerum við ráð fyrir að halda til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu í byrjun apríl. Menn eru bjartsýnir á veiðina í færeysku og það var svo sannarlega fín viðbót að taka kolmunnatúra niður á Rockall,” segir Tómas.