Drangur sökk í höfninni í Stöðvarfirði 25. október í fyrra. Fjórum dögum síðar tókst að koma honum aftur á flot en hann var talinn ónýtur eftir vistina á hafsbotni.

Aurora hafði nýtt hann við sæbjúgnaveiðar austur af landinu. Drangur, sem áður hét Tindur, var smíðaður í Ytri-Njarðvík árið 1984 og var breytt árið 2000.

Við bryggju á Stöðvarfirði hefur einnig hvalaskoðunarbáturinn Akranes legið um tíma en hann hefur verið seldur til sama aðila til niðurrifs í Evrópu.

Fréttin birtist upphaflega í Fiskifréttum 12. ágúst sl.