Vinnunefndarhópur Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hefur gert úttekt á umhverfisáhrifum mismunandi veiðarfæra. Botnvarpa og plógur eru talin hafa mest skaðleg áhrif en gildrur minnst. Dragnót og handfæri koma þarna á milli og vekur það athygli ekki síst í ljósi þess að trillukarlar hafa gjarnan útmálað dragnótinna sem skaðræðisveiðarfæri
Umhverfisáhrif veiðarfæra eru oft mikið hitamál enda vilja flestir gera hlut síns veiðarfæris sem bestan í samanburði við önnur veiðarfæri. Haraldur Arnar Einarsson veiðarfærasérfræðingur hélt erindi um málið á Sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum og greindi þá frá úttekt sérfræðihóps ICES.
Sjá nánar um málið í Fiskifréttum.