Aflaverðmæti danskra skipa var um 3 milljarðar á síðasta ári, eða sem samsvarar um 62 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur í nýjum hagtölum frá Danmörk. Þetta er 4% aukning frá árinu 2012.
Veruleg aukning varð á veiðum á fiski til bræðslu og munaði þar mestu um að sandsílakvótinn var aukinn í 249 tonn. Í heild nam aflaverðmæti fisks sem landað var til mjöl- og lýsisframleiðslu um 777 milljónum (rúmum 16 milljörðum ISK).
Um 9% samdráttur varð í veiðum á fiski til manneldis og var aflaverðmæti hans um 2,25 milljarðar (rúmir 46 milljarðar ISK).