Hægt er að afla upplýsinga um hvaða fisktegundir halda sig  á ákveðnu svæði í  hafinu með því einu að taka sjósýni á staðnum, jafnvel allt niðri á eins kílómetra dýpi. Þetta hefur verið sannreynt við Suðvestur-Grænland. Fiskar skilja eftir sig spor af erðaefni sínu (DNA) .þar sem þeir fara um í hafinu og þarf ekki nema nokkra lítra af sjó af viðkomandi svæði til þess að upplýsa um hvaða tegundir er að ræða.

Þetta eru niðurstöður tilrauna vísindamanna frá Danmörku og Grænlandi. Samhliða því að sjósýni voru tekin í tilrauninni við Grænland voru gerðar trollprufur á sama svæði. Í ljós kom lítill munur á aðferðunum tveimur í því að ákvarða hvaða fisktegundir væru á slóðinni.

Vísindamönnunum lék einnig forvitni á að vita hvort DNA-sýnin úr sjónum mætti nota til þess að áætla stærð fiskistofnanna. Rannsóknirnar sýndu að þar sem mikið var um erfðaefni frá grálúðu eða karfa fékkst einnig mikið af þessum tegundum í trollið,

Sjá nánar í Fiskifréttum.