Jón Marteinn Guðröðsson sjómaður segir frá sjómannsferli sínum í páskablaði Fiskifrétta. Hér grípum við niður í frásögn af sögulegri veiðiferð á Narfa RE við Vestur-Grænland í ársbyrjun 1964.
„Upphaflega stóð til að sigla á mið við Nýfundnaland en við enduðum lengst í norðri undan vesturströnd Grænlands vegna þess að það fréttist af góðri veiði þar og óvenjulega góðri tíð. Þegar við komum á svæðið var talsvert af skipum þar fyrir og flest mun betur gerð til veiða svona norðarlega en Narfi.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Áhöfnin var misvel haldin þegar hér var komið vegna kulda og sumir komnir með einkenni kals á höndum í andliti og sérstaklega eyrum. Ég var sjálfur svo illa haldinn af sótthita og snert af lungnabólgu að ég lá flatur í koju. Fljótlega eftir það var farið í land í Fredrikshaab.“
Sjá ítarlegt viðtal við Jón Martein í páskablaði Fiskifrétta