Flestum laxveiðiám hefur nú verið lokað eftir fremur lélegt veiðisumar þótt á því séu undantekningar, helst á Norðurland og á Norðausturlandi. Hnúðlaxagöngur og eldislaxar á flækingi sem enn er verið að fiska upp úr ám hér og þar hafa einnig angrað stangveiðimenn.
Meðfylgjandi mynd er úr Blöndu þar sem veiðin er sú lélegasta í að minnsta kosti hálfa öld með aðeins 359 skráða laxa.
Tölur úr laxveiðinni frá í sumar og frá fyrri árum má sjá á vefsíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is.