Á fyrri helmingi ársins í nam aflaverðmæti danskra fiskiskipa 1.519 milljónum DKK (um 30 milljörðum ISK) sem er 26% aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Dönsk fiskiskip lönduðu 495 þúsund tonnum á tímabilinu janúar til júní sem er 2% aukning frá sama tíma í fyrra í magni. Aflaverðmæti sjávarfangs til manneldis á þessum tíma nam 909 milljónum DKK og jókst um 57 milljónir.
Aflaverðmæti bræðslufisks nam um 593 milljónum DKK og þar er aukningin 79% miðað við sama tíma í fyrra. Magnið jókst um 6% en verðmætið um 70%. Veiðar á sandsíli skipta þarna mestu máli en aflaverðmæti þess nam 472 milljónum DKK (9,6 milljörðum ISK).
Veiðar á þorski jukust um 18% og aflaverðmæti hans var 20 milljónir DKK. Meðalverð á þorski sem veiddur var í Norðursjó var 23,37 DKK á kíló, eða 475 krónur íslenskar.
Heimild: www.fiskerforum.dk