Aflaverðmæti Dana nam jafnvirði 62 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að aflaverðmæti Íslendingar var 153 milljarðar í fyrra.

Þessi munur endurspeglast þó alls ekki í útflutningsverðmæti sjávarafurða þessara landa því Danir flytja inn ósköpin öll af fiski frá öðrum löndum sem þeir síðan fullvinna heima fyrir og selja að því búnu úr landi. Þannig nam innflutningur og landanir erlendra skipa í Danmörku um 628.000 tonnum af fiski og skeldýrum að verðmæti 283 milljarða íslenskra króna.

Þegar upp er staðið nam útflutningur sjávarafurða frá Danmörku jafnvirði 407 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 272 milljarða íslenskra króna fyrir útfluttar sjávarafurðir frá Íslandi. Ótrúlegt en satt!