Á fundi European Food Venture Forum í Árósum í Danmörku verður fullvinnsla Íslendinga kynnt fjárfestum og þau tækifæri sem aðrar Evrópuþjóðir hafa til að fullnýta afurðir fisksins í stað þess að henda þeim, að því er fram kemur í frétt á vef sjávarklasans.

Eins og Sjávarklasinn hefur bent á er allt að 500 þúsund tonnum af aukaafurðum af þorski hent árlega í Norður-Atlantshafi og Barentshafi. Kynnt verður hvernig Codland fullvinnsluklasinn hyggst nýta allan þorskinn og umbreyta honum í fiskiolíu, mjöl, þurrkaðar afurðir, kollagen o.fl.

Sjá nánar http://www.sjavarklasinn.is/codland-kynnt-a-fjarfestafundi-i-danmorku/