Samningaviðræður vegna skiptingu makrílveiðiheimilda í NA-Atlantshafi standa nú fyrir dyrum. Jörgen Isak Olsen ráðuneytisstjóri í grænlenska sjávarútvegsráðuneytinu býst við hörðum átökum um kvótaskiptinguna.
„Við krefjumst stærri hlutar en þeirra 100 þúsund tonna sem grænlenski kvótinn hljóðar upp á í ár,“ segir Olsen í samtali við danska blaðið Politiken.
„Rannsóknir hafa sýnt að 13% makrílstofnsins haldi sig í grænlenskri lögsögu. Evrópusambandið segist hafa rétt á 84% kvótans en Grænland, Ísland og Rússland skuli fá afganginn sem er 16%. Þetta gengur ekki upp,“ segir Olsen.
Síðustu fréttir herma að búið sé að veiða 78% grænlenska makrílkvótans í ár.