Bømlo brunnbátaþjónustan í Noregi hefur þjónað laxeldinu í Noregi um áraraðir. Fyrirtækið hefur á að skipa stórum flota brunnbáta. Nýverið skrifaði fyrirtækið undir samning um smíði á nútímalegasta brunnbáti í heimi, að því er fram kemur á vefnum kystmagasinet.no

Brunnbáturinn verður smíðaður hjá Aas Mek Verksted skipasmíðastöðinni í Noregi og verður hann afhentur í ársbyrjun 2017. Kostnaður við smíðina er rúmar 300 milljónir króna norskar sem samsvarar um 5,2 milljörðum íslenskum. Hönnun bátsins er ný og byltingarkennd. Lestarrými fyrir laxinn er um 3.600 rúmmetrar og getur báturinn borið um 540 tonn af lifandi laxi.