Þótt brottkast á Íslandsmiðum sé ekki mikið í samanburði við það sem gerist í ríkjum Evrópusambandsins, þar sem brottkast mælist í nokkrum tugum prósenta, eru Íslendingar ekki lausir við þetta vandamál. Á tíu ára tímabili nam brottkast þorsks tæpu 1% af lönduðum afla og brottkast ýsu var um 2%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa hafa staðið að skipulögðum mælingum á brottkasti botnfiska frá árinu 2001. Niðurstöður úr mælingum ársins 2010 liggja nú fyrir. Jafnframt hefur verið tekið saman hvernig brottkast þorsks og ýsu hefur þróast frá upphafi mælinga. Miðað við þær niðurstöður má  ætla má að þorski og ýsu alls að aflaverðmæti 6,3 milljarðar króna hafi verið kastað í sjóinn undanfarin 10 ár samkvæmt útreikningum Fiskifrétta.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.