Brim hf. hefur undir­ritað samning um 33 milljarða króna sam­banka­lán til að endur­fjár­magna eldra lán, sam­kvæmt til­kynningu Brims til Kaup­hallarinnar.

Lán­veit­endur eru þrír al­þjóða­bankar veita lánið sem er til fimm ára og með 25 ára af­borgunar­ferli. Bankarnir þrír eru al­þjóð­legi mat­væla- og land­búnaðar­bankinn Ra­bobank, nor­ræni Nor­dea bankinn og norski DNB bankinn.

Sjálfbærnitengt sambankalán

Fram kemur í til­kynningu að sjálf­bærni­tengt sam­banka­lán sé að ræða en í lána­skil­málum eru hvatar til aukinnar sjálf­bærni þar sem skil­greindir eru árangur­s­vísar á sviði um­hverfis- og sam­fé­lags­mála, sem fyrir­tækið segir að sé í sam­ræmi við stefnu og mark­mið Brims.

„Árangur­s­vísarnir taka m.a. til losunar gróður­húsa­loft­tegunda tengt veiðum og er Brim frum­kvöðull í slíkri upp­lýsinga­gjöf á heims­vísu. Ra­bobanki er um­sjónar­aðili sjálf­bærni­þátta lánsins. Lána­kjörin eru góð og stað­festa fjár­hags­legan styrk Brims, á­byrgar fjár­festingar undan­farin ár og góða rekstrar­sögu,“ segir í til­kynningu.

Staðfestir trú á fjárhagsstyrk Brims

„Við hjá Brimi erum á­nægð með nýja sam­banka­lánið sem er að okkar mati á góðum kjörum. Lán­veit­endurnir eru viður­kenndar al­þjóð­legar fjár­mála­stofnanir með mikla reynslu af við­skiptum við evrópska mat­væla­fram­leið­endur. Lánið stað­festir til­trú al­þjóða­fjár­mála­markaðarins á fjár­hags­styrk Brims, sjálf­bærum veiðum og vinnslu okkar á há­gæða sjávar­af­urðum. Við erum sér­stak­lega á­nægð með hvatana til aukinnar sjálf­bærni sem felast í lána­skil­málunum en þeir styðja við mark­mið okkar um aukna verð­mæta­sköpun, lækkun kol­efnis­spors og aukið öryggi í fram­leiðslu og dreifingu af­urða fé­lagsins um allan heim," segir Inga Jóna Frið­geirs­dóttir, fjár­mála­stjóri Brims hf. í yfir­lýsingu.

Guðmundur sáttur með lánaskilmálana

„Ég er mjög sáttur því lána­skil­málar undir­strika traustan efna­hag Brims og góðan rekstur. Þessi 33 milljarða fjár­mögnun gerir okkur kleift að endur­skipu­leggja fjár­haginn og undir­búa tækni­vædda fram­tíð. Við getum nýtt aukinn fjár­hags­styrk til að hraða okkar stefnu­málum sem eru að bæta nýtingu veiði­heimilda, auka sjálf­bærni, efla markaðs- og sölu­starf og auka verð­mæta­sköpun og arð­semi,“ er haft eftir Guð­mundi Kristjáns­syni, for­stjóra.