Hagnaður sjávarútvegsfyritækisins Brims hf. nam 62,9 milljónum evra árið 2023, eða sem nemur 9,4 milljörðum króna á meðalgengi ársins. Árið áður nam hagnaður 79,3 milljónum evra eða um 11,3 milljörðum króna á meðalgengi þess árs.

Rekstrartekjur jukust á fjórða ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður en drógust saman á ársgrundvelli. Tekjur ársins 2023 námu 437,2 milljónum evra, eða um 65,2 milljörðum króna, samanborið við 450,9 milljónir evra árið 2022. Stjórn félagsins leggur til að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 3.851 milljón króna. Nánar á vb.is.