Frystitogarinn Brettingur KE hefur verið að veiðum á rækju á svæði 3L á Flæmingjagrunni að undanförnu. Kvóti Íslands á svæðinu er um 240 tonn og skiptist hann á nokkur skip. Brettingur KE hefur fengið til sín um 170 tonn í aflamark af þessum kvóta og er ráðgert að veiða það magn í einum túr, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
,,Við höfum verið hér í tæpar þrjár vikur og veiðin hefur verið heldur dræm en þetta hefur sloppið til. Í heildina erum við komnir með um 75-80 tonn,“ sagði Magni Jóhannsson, skipstjóri og útgerðarmaður Brettings, í samtali við Fiskifréttir en rætt var við hann á þriðjudaginn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.