„Satt best að segja er ekkert að frétta af loðunni eins og er,“ sagði Helgi Geir Valdimarsson skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE í samtali við Fiskifréttir upp úr klukkan 15 í dag en þá var skipið statt í Ísafjarðardjúpi í leiðindabrælu.

„Tíðin undanfarið er búin að vera leiðinleg og við höfum til dæmis ekki getað kastað frá því að við komum á miðin í fyrrakvöld. Loðnan sem við fengum í fyrri túrum var ágæt en ástandið á henni núna er eins og búast má við þegar hún er komin fast að hrygningu.“

Hann segir, að bátarnir sem ekki séu búnir með kvótann, séu dreifðir vítt og breitt um miðin í kringum hann og bíðir eftir að veðrið batni.