Botnvarpan hefur algera yfirburði yfir önnur veiðarfæri við veiðar á helstu bolfisk- og flatfisktegundum á árinu 2015, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Alls veiddu íslensk skip rúm 444 þúsund tonn af helstu bolfisk- og flatfisktegundum á árinu 2015. Þar af voru um 248 þúsund tonn veidd í botnvörpu, eða tæp 56% af heildinni. Lína er annað þýðingarmesta veiðarfærið með um 27% hlut.

Um 48% af þorskafla voru tekin í botnvörpu, 92% af karfa og um 85% af ufsa.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.