Á stjórnarfundi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gærkvöldi tilkynnti formaður félagsins, Otti Rafn Sigmarsson, að hann segði formlega af sér sem formaður félagsins.
Otti Rafn hefur frá því í nóvember síðastliðnu verið í leyfi frá formennsku, sökum afleiðinga þeirra náttúruhamfara sem geisað hafa í og við Grindavík, hans heimabæ. Otti Rafn sér sér ekki fært að sinna formennsku af þeim krafti sem hann hafði metnað til vegna þeirra verkefna sem náttúran í raun varpaði í fang hans.
Fjölskylda, atvinna og fyrirsjáanleg uppbygging verða á þessum tíma að hafa forgang.
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar samþykkti einróma á fundinum að varaformaður, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem gengt hefur störfum formanns í fjarveru Otta Rafns, verði nýr formaður og í stað hennar sem varaformann Jón Inga Sigvaldason, tímabundið fram að næsta landsþingi, sem verður haldið í maí 2025 á Selfossi, þar sem kosið verður á ný.
Á stjórnarfundi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gærkvöldi tilkynnti formaður félagsins, Otti Rafn Sigmarsson, að hann segði formlega af sér sem formaður félagsins.
Otti Rafn hefur frá því í nóvember síðastliðnu verið í leyfi frá formennsku, sökum afleiðinga þeirra náttúruhamfara sem geisað hafa í og við Grindavík, hans heimabæ. Otti Rafn sér sér ekki fært að sinna formennsku af þeim krafti sem hann hafði metnað til vegna þeirra verkefna sem náttúran í raun varpaði í fang hans.
Fjölskylda, atvinna og fyrirsjáanleg uppbygging verða á þessum tíma að hafa forgang.
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar samþykkti einróma á fundinum að varaformaður, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem gengt hefur störfum formanns í fjarveru Otta Rafns, verði nýr formaður og í stað hennar sem varaformann Jón Inga Sigvaldason, tímabundið fram að næsta landsþingi, sem verður haldið í maí 2025 á Selfossi, þar sem kosið verður á ný.