Nígeríumenn þurfa á 3,2 milljónum tonna af fiski til neyslu á hverju ári, en sjálfir
framleiða þeir „ekki nema“ 1,1 milljón tonna. Mismuninn þurfa þeir að flytja inn. Þetta kom fram í ræðu forstjóra nígerískum þróunarstofnunarinnar NABDA, að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum fis.com.
Sem kunnugt er ákváðu nígerísk stjórnvöld fyrir nokkrum misserum að grípa til aðgerða til að draga úr innflutningi á sjávarafurðum með innflutningskvótum auk þess sem gjaldeyrisskortur hefur stórlega hamlað fiskinnflutningi.
Þetta hefur m.a. komið niður á sölu Íslendinga á þurrkuðum fiski og frystum makríl til Nígeríu.