Þrír íslenskir frystitogarar eru nú við veiðar í Barentshafi, Sólberg ÓF, Sólborg RE og Blængur NK, en sá fjórði, Arnar HU, hefur lokið veiðum. Sigurður Hörður Kristjánsson, skipstjóri á Blæng NK, segir fremur rólegt yfir veiðinni og menn nýti þá tímann í framleiðslu á dýrari afurðum.

Blængur var kominn Noregsmegin í Barentshafið 17. febrúar og segir Sigurður þetta hafa verið fremur rólegt fram að þessu. Það sé greinilega minni fiskur en oft áður. Norðmenn hafi skert kvótann nokkur ár í röð og það sé kannski ekki að ástæðulausu.

„Hins vegar höfum við séð dálítið af loðnu hérna í hafinu sem er bara jákvætt merki en þetta hefur verið mikið „tonn á tímann-veiði“ eða kannski rúmlega það. Aflinn hefur samt ekki verið mikið blandaður frá því að við komum. Arnar, sem var hérna hálfum mánuði á undan okkur, lenti í vandræðum með meðaflann. Þá var meiri ýsa og annar meðafli heilt yfir á svæðinu. En svo virðist það hafa breyst núna og orðið hefðbundnara miðað við árstíma,“ segir Sigurður.

Eiga 900 tonn eftir

Skipin mega fara upp að tólf mílum frá landi og fyrirkomulagið að því leyti ekki ólíkt því sem er við Ísland. Á árum áður gat það gefist vel að reyna fyrir sér á miðunum við Lófóten en nú er mun minna fiskirí þar. Sigurður segir að það komi alltaf fiskur þangað á hverju ári en það sé ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Norðmennirnir séu þó sjálfir að gera það ágætt á þeim slóðum með miklu ufsablandi og einhverju af þorski. Staðan hjá íslensku skipunum er hins vegar sú að meðaflinn má ekki fara yfir 20%. Blængur NK á eftir rúmlega 900 tonna kvóta í Barentshafi.

Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blæng. Mynd/Smári Geirsson.
Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blæng. Mynd/Smári Geirsson.

Sigurður segir æskilegast að hægt væri að nálgast það eitthvað í veiðum en menn séu ekkert alltof bjartsýnir á að það náist. „Þegar rólegt er yfir veiðinni erum við að beinskera og vinna aflann í dýrari pakkningar. Svo hafa komið tveir til þrír dagar sem hefur verið full vinnsla og þá skerum við þetta mikið fyrir fish&chips-markaðinn í Bretlandi. Verðið á þorski lækkaði mikið á síðasta ári en við erum farnir að sjá þess einhver merki að verðið sé örlítið að hækka eða allavega standa í stað. Það urðu náttúrulega gríðarlegar hækkanir þegar stríðið í Úkraínu hófst en verðið hefur lækkað niður fyrir það sem það var fyrir stríð. En nú virðist sum sé vera sem verð séu að hækka eittvað aftur,“ segir Sigurður.

Þrír íslenskir frystitogarar eru nú við veiðar í Barentshafi, Sólberg ÓF, Sólborg RE og Blængur NK, en sá fjórði, Arnar HU, hefur lokið veiðum. Sigurður Hörður Kristjánsson, skipstjóri á Blæng NK, segir fremur rólegt yfir veiðinni og menn nýti þá tímann í framleiðslu á dýrari afurðum.

Blængur var kominn Noregsmegin í Barentshafið 17. febrúar og segir Sigurður þetta hafa verið fremur rólegt fram að þessu. Það sé greinilega minni fiskur en oft áður. Norðmenn hafi skert kvótann nokkur ár í röð og það sé kannski ekki að ástæðulausu.

„Hins vegar höfum við séð dálítið af loðnu hérna í hafinu sem er bara jákvætt merki en þetta hefur verið mikið „tonn á tímann-veiði“ eða kannski rúmlega það. Aflinn hefur samt ekki verið mikið blandaður frá því að við komum. Arnar, sem var hérna hálfum mánuði á undan okkur, lenti í vandræðum með meðaflann. Þá var meiri ýsa og annar meðafli heilt yfir á svæðinu. En svo virðist það hafa breyst núna og orðið hefðbundnara miðað við árstíma,“ segir Sigurður.

Eiga 900 tonn eftir

Skipin mega fara upp að tólf mílum frá landi og fyrirkomulagið að því leyti ekki ólíkt því sem er við Ísland. Á árum áður gat það gefist vel að reyna fyrir sér á miðunum við Lófóten en nú er mun minna fiskirí þar. Sigurður segir að það komi alltaf fiskur þangað á hverju ári en það sé ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Norðmennirnir séu þó sjálfir að gera það ágætt á þeim slóðum með miklu ufsablandi og einhverju af þorski. Staðan hjá íslensku skipunum er hins vegar sú að meðaflinn má ekki fara yfir 20%. Blængur NK á eftir rúmlega 900 tonna kvóta í Barentshafi.

Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blæng. Mynd/Smári Geirsson.
Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blæng. Mynd/Smári Geirsson.

Sigurður segir æskilegast að hægt væri að nálgast það eitthvað í veiðum en menn séu ekkert alltof bjartsýnir á að það náist. „Þegar rólegt er yfir veiðinni erum við að beinskera og vinna aflann í dýrari pakkningar. Svo hafa komið tveir til þrír dagar sem hefur verið full vinnsla og þá skerum við þetta mikið fyrir fish&chips-markaðinn í Bretlandi. Verðið á þorski lækkaði mikið á síðasta ári en við erum farnir að sjá þess einhver merki að verðið sé örlítið að hækka eða allavega standa í stað. Það urðu náttúrulega gríðarlegar hækkanir þegar stríðið í Úkraínu hófst en verðið hefur lækkað niður fyrir það sem það var fyrir stríð. En nú virðist sum sé vera sem verð séu að hækka eittvað aftur,“ segir Sigurður.