Á fésbókarsíðunni www.facebook.com/clubacuariofiliamexido er myndband um björgun ungs hnúfubaks sem hefur fengið flækst í fiskinet og var greinilega sárþjáður og þróttlítill. Hvalurinn fór upp á yfirborðið og blés frá sér lofti með miklum erfiðismunum. Einn björgunarliða á vegum samtakanna Great Whale Conservancy synt að hvalnum og sá að veiðarfærin voru flækt um ugga, sporð og bak hvalsins og náðu einu fimmtán faðma niður í hafið. Sérstakt er að fylgjast með því hvernig hvalurinn eins og leitar aðstoðar björgunarliðanna sem eftir nokkra klukkustunda baráttu náðu að losa hann úr veiðarfærunum. Hnúfubakurinn þakkaði björgunina með einum 40 stökkum og var greinilega feginn að vera laus úr prísundinni.
Myndbandið af þessari einstæðu björgun má sjá hér .