Loðnuvinnslan býður bæjarbúum á Fáskrúðsfirði og gestum í siglingu í tilefni að Sjómannadeginum um borð í Ljósafelli SU-70.

Þetta kemur fram á vef Loðnuvinnslunnar. Þar kemur fram að siglingin verði laugardaginn 1. júní, daginn fyrir Sjómannadag. Lagt verði upp frá frystihúsbryggju klukkan 11 og siglt áleiðis út fjörðinn.

Björgunarsveitin kemur með

„Björgunarsveitin Geisli ætlar að slást í för með okkur og mun sjá um að gæta öryggis á sjó á meðan á siglingu stendur. Yngsta kynslóðin hefur yfirleitt ekki verið svikin af skemmtilegri sjóferð á sjómannadagshelginni og mörg hver hafa í fyrsta skipti á ævinni stigið á skipsfjöl í sjómannadagssiglingu,“ segir lvf.is.

Á sunnudaginn verður síðan Sjómannadagsmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju og að henni lokinni býður Loðnuvinnslan upp á sjómannadagskaffi, sem Slysavarnadeildin Hafdís stendur fyrir í Skólamiðstöðinni.

Loðnuvinnslan býður bæjarbúum á Fáskrúðsfirði og gestum í siglingu í tilefni að Sjómannadeginum um borð í Ljósafelli SU-70.

Þetta kemur fram á vef Loðnuvinnslunnar. Þar kemur fram að siglingin verði laugardaginn 1. júní, daginn fyrir Sjómannadag. Lagt verði upp frá frystihúsbryggju klukkan 11 og siglt áleiðis út fjörðinn.

Björgunarsveitin kemur með

„Björgunarsveitin Geisli ætlar að slást í för með okkur og mun sjá um að gæta öryggis á sjó á meðan á siglingu stendur. Yngsta kynslóðin hefur yfirleitt ekki verið svikin af skemmtilegri sjóferð á sjómannadagshelginni og mörg hver hafa í fyrsta skipti á ævinni stigið á skipsfjöl í sjómannadagssiglingu,“ segir lvf.is.

Á sunnudaginn verður síðan Sjómannadagsmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju og að henni lokinni býður Loðnuvinnslan upp á sjómannadagskaffi, sem Slysavarnadeildin Hafdís stendur fyrir í Skólamiðstöðinni.