Samningafundur í makríldeilunni, sem hófst í London í gær, heldur áfram í dag. Engar fréttir hafa borist af fundinum ennþá.
„Noregur gefur eftir í makríldeilunni“ segir á forsíðu Fiskeribladet/Fiskeren í gær. Þar kemur fram að Norðmenn séu tilbúnir að samþykkja að Ísland og Færeyjar fái samtals 20% makrílkvótans.
Áður hafði Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB lagt til að Ísland og Færeyjar fengju samtals 23,8% hlut eða 11,9% hvor þjóð. Það munar því ekki nema tæpum 4% á þessum tillögum tveimur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.