Hinn 23. júní næstkomandi ganga Bretar til kosninga um það hvort Bretland eigi að ganga úr Evrópusambandinu eða vera áfram innan þess. Enda þótt breska stjórnin sem heild hvetji til þess að þjóðin greiði atkvæði með áframhaldandi aðild er breski sjávarútvegsráðherrann, George Eustice, þeirrar skoðunar að breskum sjávarútvegi sé betur borgið utan sambandsins.

Hann segir ástæðurnar einkum tvær, annars vegar þá að þótt í Norðursjó séu mikilvægustu fiskimið Breta hafi þeir ekki sjálfir samningsrétt um veiðar úr þessum fiskistofnum á fundum Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Rétturinn sé í höndum samningamanns ESB.

Hins vegar bendir hann á að ef Bretar stæðu utan ESB myndu þeir sjálfir hafa yfirráð yfir 200 mílna lögsögu sinni eða hafsvæðum að miðlínu við önnur lönd. Þetta myndi styrkja stöðu þeirra mjög í því að ná fram auknum hlut í mörgum fiskistofnum þar sem Bretar telja á sig hallað.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.