Agustson AS í Danmörku og Marz Sjávarafurðir ehf. hlutu fyrstu verðlaun á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku í flokknum bestu nýju hollustuvörunar á markaði. Afurðin sem um ræðir er reykt tilapia sem fæst með nokkrum ólíkum bragðtegundum.

Agustson er með höfuðstöðvar í Stykkishólmi en mestur hluti veltunnar er í Danmörku þar sem fyrirtækið rekur verksmiðjur og vinnur aðallega silung, hrogn og skelfisk. Hér heima er fyrirtækið með útgerð og saltfiskvinnslu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.