Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2022 var sú besta sem um getur í sögu fyrirtækisins. Nær allar einingar VSV-samstæðunnar voru reknar með hagnaði, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu hennar nam 193 milljónum evra, jafnvirði 27,6 milljarða króna á árinu 2022. Hagnaður VSV-samstæðunnar nam 18,7 milljónum evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna.

Markaðir fyrir hrogn skroppið saman

Árið 2023 fór vel af stað í Vinnslustöðinni. Nýafstaðin loðnuvertíð var ein sú besta frá upphafi ef litið er til veðurfars, veiða og framleiðslu. Sala mjöls og lýsis gengur vel og sala frystrar loðnu sömuleiðis.

Hins vegar eru blikur á lofti varðandi sölu og afurðaverð loðnuhrogna. Afleiðingar tveggja loðnuleysisára, þegar að sjálfsögðu ekkert var framleitt, eru þær að markaðir fyrir loðnuhrogn hafa skroppið verulega saman. Það mun taka tíma að endurheimta þá. Af sjálfu leiðir að sala loðnuhrognaframleiðslu ársins mun taka lengri tíma en áður hefur þekkst.

Markaðir fyrir loðnuhrogn hafa breyst. Mynd/Óskar P. Friðriksson)
Markaðir fyrir loðnuhrogn hafa breyst. Mynd/Óskar P. Friðriksson)
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Arður helmingaður frá í fyrra

Ársfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti að greiða hluthöfum þrjár milljónir evra í arð, jafnvirði um 445 milljóna króna. Þetta er helmingi minni arður en hluthafar fengu greiddan í fyrra. Í samþykkt ársfundarins nú er kveðið á um heimild til handa stjórn félagsins að minnka arðinn eða hætta alveg við að greiða hann út í haust ef horfur í rekstri og starfsumhverfi þykja svo óvissar eða dökkar að arðgreiðslur séu ekki réttlætanlegar.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í stjórn Vinnslustöðvarinnar eru Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Í varastjórn eru Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir.

Öll voru þau kjörin til stjórnarsetu á ársfundinum 2022 en sú breyting varð á nú að Sigurhanna var kjörin í aðalstjórn en Guðmunda Áslaug í varastjórn. Guðmunda var áður í aðalstjórn en Sigurhanna í varastjórn.

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2022 var sú besta sem um getur í sögu fyrirtækisins. Nær allar einingar VSV-samstæðunnar voru reknar með hagnaði, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu hennar nam 193 milljónum evra, jafnvirði 27,6 milljarða króna á árinu 2022. Hagnaður VSV-samstæðunnar nam 18,7 milljónum evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna.

Markaðir fyrir hrogn skroppið saman

Árið 2023 fór vel af stað í Vinnslustöðinni. Nýafstaðin loðnuvertíð var ein sú besta frá upphafi ef litið er til veðurfars, veiða og framleiðslu. Sala mjöls og lýsis gengur vel og sala frystrar loðnu sömuleiðis.

Hins vegar eru blikur á lofti varðandi sölu og afurðaverð loðnuhrogna. Afleiðingar tveggja loðnuleysisára, þegar að sjálfsögðu ekkert var framleitt, eru þær að markaðir fyrir loðnuhrogn hafa skroppið verulega saman. Það mun taka tíma að endurheimta þá. Af sjálfu leiðir að sala loðnuhrognaframleiðslu ársins mun taka lengri tíma en áður hefur þekkst.

Markaðir fyrir loðnuhrogn hafa breyst. Mynd/Óskar P. Friðriksson)
Markaðir fyrir loðnuhrogn hafa breyst. Mynd/Óskar P. Friðriksson)
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Arður helmingaður frá í fyrra

Ársfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti að greiða hluthöfum þrjár milljónir evra í arð, jafnvirði um 445 milljóna króna. Þetta er helmingi minni arður en hluthafar fengu greiddan í fyrra. Í samþykkt ársfundarins nú er kveðið á um heimild til handa stjórn félagsins að minnka arðinn eða hætta alveg við að greiða hann út í haust ef horfur í rekstri og starfsumhverfi þykja svo óvissar eða dökkar að arðgreiðslur séu ekki réttlætanlegar.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í stjórn Vinnslustöðvarinnar eru Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Í varastjórn eru Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir.

Öll voru þau kjörin til stjórnarsetu á ársfundinum 2022 en sú breyting varð á nú að Sigurhanna var kjörin í aðalstjórn en Guðmunda Áslaug í varastjórn. Guðmunda var áður í aðalstjórn en Sigurhanna í varastjórn.